Lífrænar varnir skipta okkur miklu  máli hér á Espiflöt, þær hjálpa okkur að gera ræktunina betri og heilnæmari. Þegar óværa gerir vart við sig er það ekki bara paddan sjálf sem skemmir fyrir heldur nærist hún líka á blóminu og rýrir því gæði þess til muna. Síðustu 15 ár höfum við verið að auka sífellt meir notkun á lífrænum vörnum og gerum okkar besta til nýta þau tækifæri sem bjóðast í þeim efnum.

Lífrænar varnir skiptast í tvo megin flokka, þ.e. lífræn efni sem innihalda engin eiturefni og eru notuð til að úðunar á plönturnar, svo eru það pöddur sem eru fluttar inn til að ráðast á óværuna og ráða þannig niðurlögum hennar.