Lífrænar varnir
Lífrænar varnir (biological control) hafa á síðustu áratugum orðið lykilþáttur í okkar ræktun. Þar sem gróðurhús eru lokuð og stjórnhæf vistkerfi er hægt að viðhalda náttúrulegu jafnvægi bæði með því að nota lífræn efni sem innihalda engin eiturefni og eru notuð til að úðunar á plönturnar og svo eins eru það pöddur sem eru fluttar inn til að ráðast á óværuna og ráða þannig niðurlögum hennar. Þessi nálgun minnkar notkun efna, bætir gæði framleiðslu og stuðlar að sjálfbærni.

Lífrænar varnir skipta okkur miklu máli hér á Espiflöt, þær hjálpa okkur að gera ræktunina betri og heilnæmari. Þegar óværa gerir vart við sig er það ekki bara paddan sjálf sem skemmir fyrir heldur nærist hún líka á blóminu og rýrir því gæði þess til muna. Síðustu 20 ár höfum við verið að auka sífellt við notkun á lífrænum vörnum og gerum okkar besta til nýta þau tækifæri sem bjóðast í þeim efnum.
Lífrænar varnir eru nú orðnar ómissandi hluti af ræktun okkar. Með góðri samþættingu rándýra, hentugu loftslagi og hreinlæti er mögulegt að halda framleiðslunni bæði heilbrigðari og umhverfisvænni til framtíðar. Lífræn stjórnun hefur reynst okkur árangursrík og hagkvæm leið til að tryggja stöðugt
og vistvænt vistkerfi í gróðurhúsunum.
Slíkar varnir skila betri gæðum afurða og bæta starfsumhverfið, draga úr hættu á skaðvaldaónæmi og stuðla að stöðugri framleiðslu með minna tjóni af völdum faraldra. Þá stuðla þær einnig að sjálfbærni og styrkja jákvæða ímynd íslensks landbúnaðar.



